Beiðnakerfi Umbru
Umbra heldur úti beiðna- og upplýsingakerfi fyrir ríkisaðila og starfsmenn þeirra sem eru í rekstri hjá Umbru. Í þessu kerfi má finna svör við spurningum sem kunna að koma upp, eða aðilar geta búið til þjónustubeiðnir ef þörf er á aðstoð sem ekki er hægt að finna svör við í kerfinu.
- Viðskiptavinur í beiðnakerfi stofnast þegar send er beiðni í fyrsta skipti (Sendu beiðni á [email protected] eða [email protected] ef þú kemst ekki inn í beiðnakerfið).
- Aðgang að beiðnakerfi er stýrt í gegnum Entra á viðkomandi skýjageira, viðskiptavinur þarf að vera til sem tengiliður til að geta skráð sig inn
Innskráning í beiðnakerfi Umbru
Hægt er að komast inn í beiðnakerfið eftir nokkrum leiðum, allt eftir því hvaða skýjageira hver notandi tilheyrir. Leiðbeiningar hér að neðan ná yfir alla skýjageira Umbru.
Skref 1Fyrirfram skilgreindur aðili getur skráð sig inn í beiðnakerfið sem viðskiptavinur frá slóðinni http://pa.beidnakerfi.is og smellt þar á "Innskráning takkann". (Ef óskað er eftir aðgangi í kerfið skal senda beiðni á [email protected]) | Skref 2Viðkomandi velur svo réttan hnapp. Viðskiptavinir t.d. smella á "Innskráning hér" hnappinn eins og sýnt er í skjáskotinu hér að neðan.Hægt er að spara skref 1 hér á undan með því að fara beint á slóðina https://pa.beidnakerfi.is/support/login |
Skref 3Hér velur aðili skýjageira sem hann tilheyrir. Segja má að flestar stofnanir séu í Public Administration geiranum. | Skref 4Notandi er fluttur á Microsoft 365 auðkenningarsíðu til auðkenningar. Tæknilegur tengiliður auðkennir sig með sama auðkenni og notað er í Microsoft 365 umhverfi ríkisins. |