Leyfi skýjageira ríkisins

Búið er að ganga frá samning ríkisins og Microsoft þar sem allir starfsmenn ríkisins eru með Microsoft 365 leyfi af tegundinni E5, hafi stofnun áður verið að nota samblöndu af t.d. F3 og E3 skal færa þá notendur undir E5 leyfisveitingu.


Útskipti leyfa

1 September 2021 afvirkjast Microsoft 365 E3 leyfi af eldri samning og þurfa því þeir sem ekki eru búnir að útbúa nýja leyfishópa samstillta við skýjageira frá AD að klára stofnun á þeim eigi síðar en 18 ágúst 2021 ella er hætta á þjónusturofi þegar eldri leyfi verða afvirkjuð af Microsoft.


Úthlutun E5 leyfanna verður gert samhliða úthlutun á eldri E3 leyfum og verður því ekki þjónusturof við umskiptin, þegar rekstraraðili og hver stofnun hefur staðfest að öllum þeim sem þörf er á hafa verið úthlutað E5 leyfi verður sjálfvirkt leyfisúthlutun á eldri E3/F3 leyfunum stöðvuð.


Ferlið

  1. Rekstraraðili stofnar beiðni á tæknilegan tengilið stofnunar um að stofna öryggishópa fyrir leyfisúthlutun, stofna skal nýju hópana með einum notanda í til staðfestingar á virkni.

  2. Tæknilegur tengiliður stofnunar stofnar samstillta öryggishópa samkvæmt staðli, tilkynna þarf ef leyfisúthlutun á ekki að vera samkvæmt staðli. Ekki skal bæta öllum meðlimum í þessu skrefi.
  3. Rekstraraðili stillir sjálfvirka leyfisúthlutun á öryggishópa og staðfestir úthlutun á meðlim hópana. Að lokinni staðfestingu tilkynnir rekstraraðili tæknilegum tengilið virknina.

  4. Tæknilegur tengiliður bætir meðlimum í rétta hópa og tilkynnir rekstraraðila fjölda meðlima hvers leyfishóps
    Eldri leyfishópar eru notaðir í réttindastýringu í Stofna Teymi appi, Intune og mögulega öðrum svæðum, ef tæknilegur tengiliður hefur vitneskju um réttindastýringu þar sem notað var eldri leyfishópar (t.d. Sharepoint svæði) skal hann taka það fram í beiðninni svo ekki komi til aðgangslokunar þegar meðlimir verða fjarlægðir úr eldri hópum.
  5. Rekstraraðili staðfestir úthlutun leyfa og fjölda meðlima, fjarlægir sjálfvirka úthlutun á eldri leyfishópum, Aðlagar réttindastýringu í Stofna Teymi, Intune og öðrum stöðum þar sem við á og tilkynnir tæknilegum tengilið verklok.

  6. Tæknilegur tengiliður byrjar að nota nýja leyfishópa fyrir úthlutun leyfa í stað eldri leyfishópa

Leyfishópar

Microsoft 365 E5 leyfisúthlutun er öll framkvæmd með sjálfvirkri leyfisúthlutun útfrá Öryggishóp stofnuðum og stýrðum frá AD (að undanskildum „Cloud Only“ stofnunum).

Ekki skal eyða eða fjarlægja meðlimi eldri leyfishópa fyrr en rekstraraðili segir til.

Hver stofnun skal stofna leyfishópana í sínu AD samkvæmt staðli, eftirfarandi öryggishópar er talið æskilegast að hver stofnun stofni hjá sér

  • <ORRI>-License-M365-E5
  • <ORRI>-License-M365-E5-Phone
  • <ORRI>-License-M365-E5-PowerBI-Pro


Eftirfarandi hópar er ráðlagt að stofna en þessi leyfi eru ekki hluti af grunn samning heldur viðbótarleyfi sem hægt er að kaupa

  • <ORRI>-License-Visio-Plan2
  • <ORRI>-License-Project-Plan3
  • <ORRI>-License-PowerAutomate-PerUser
  • <ORRI>-License-PowerApps-PerUser
  • <ORRI>-License-Teams-Rooms-Standard


Skipta þarf út <ORRI>  fyrir Orra kóða viðkomandi stonfnunar.

 

Þjónustur E5

<ORRI>-License-M365-E5

Eftirfarandi þjónustur verða virkjaðar sem grunnþjónustur á leyfishópinn nema annað sé tilgreint af tæknilegum tengilið stofnunarinnar, ef virkjaðar verða nýjar þjónustur í grunn úthlutun verður það tilkynnt í greinasafni beiðnakerfisins. Aðrar þjónustur sem ekki verða virkjaðar verða virkjaðar síðar eða þegar hönnun frá arkitektar ráði er klár.

 

  • Power Virtual Agents for Office 365
  • Common Data Service for Teams
  • Project for Office (Plan E5)
  • Common Data Service
  • Microsoft Bookings
  • Insights by MyAnalytics
  • Whiteboard (Plan 3)
  • Information Protection for Office 365 - Standard
  • To-Do (Plan 3)
  • Power Automate for Office 365
  • Power Apps for Office 365 Plan 3
  • Microsoft Forms (Plan E5)
  • Microsoft Stream for O365 E5 SKU
  • Microsoft Teams
  • Azure Information Protection Premium P1
  • Azure Rights Management
  • Microsoft Azure Multi-Factor Authentication
  • Microsoft Intune
  • Azure Active Directory Premium P1
  • Sway
  • Office for the web
  • SharePoint (Plan 2)
  • Microsoft Planner
  • Microsoft 365 Apps for enterprise
  • Skype for Business Online (Plan 2)
  • Exchange Online (Plan 2)

 

 

<ORRI>-License-M365-E5-PowerBI-Pro

Eftirfarandi þjónustur eru virkjaðar á leyfishópinn

  • Power BI Pro

 

<ORRI>-License-M365-E5-Phone

Eftirfarandi þjónustur eru virkjaðar á leyfishópinn

  • Microsoft 365 Phone System
  • Microsoft Teams
  • Skype for Business Online (Plan 2)
Einungis skal setja meðlimi í þennan hóp sem virkja á Teams símkerfi fyrir.