Tilgangur skýrslu
Veitir yfirsýn yfir alla Teams hópa ríkisaðila og er þá m.a. hægt að bregðast við ef hópar verða án eiganda(Owner).   Hlekkur að skýrslunni er hér fyrir neðan.


Ef skýrslan opnast ekki verður tæknilegur tengiliður ríkisaðila við Umbru að óska eftir aðgengi til þjónustuborðs Umbru.


 

Skýrslan
Undir skýrslunni eru tveir flipar sem heita Hópar og svo Óþekktir hópar.
  • Hópar sýnir alla Teams hópa sem stofnaðir hafa verið undir Orra kóða þess starfsmanns sem skoðar skýrsluna.  Ef starfsmaður er hjá FJR þá sjást allir þekktir hópar FJR undir Hópar
  • Óþekktir hópar sýnir alla Teams hópa sem ekki er vitað fyrir hvaða ríkisaðila hópurinn var stofnaður.  Tilgangur með því að sýna þá óþekkta hópa er svo hægt sé að gera tilkall til þeirra og gögn séu ekki „týnd“.  Á liðnum mánuðum hafa t.d. skjalastjórar ráðuneyta farið yfir þann lista og sent þjónustubeiðni til Umbru um að vissir hópar séu skráðir á ráðuneyti skjalastjóra og skjalastjóri fái aðgang að svæðinu til að yfirfara gögn þess.
  • Annað notkunartilvik er t.d. að sjá hvaða Teams hópar hafa verið stofnaðir sem „Public“ og því opnir öllum starfsmönnum.  Hægt er þá að biðja um að hópnum sé breytt í „Private“ ef það á við.  Hægt er þá að leiðbeina eiganda hópsins að breyta í "Private" eða óska eftir breytingu gegnum hjálparborð ef það á við