Þann 9.3.2023 undirritaði Umbra – þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins samning við Sensa ehf. um hýsingu á afritunarbúnaði fyrir Microsoft 365 skýjageirann. Afritunin nær til allra Office skjala og annarra gagna sem Microsoft gefur möguleika á að afrita í þeim Microsoft 365 skýjalausnum sem teknar hafa verið í notkun. Hingað til hafa afritin verið varðveitt á netþjón hjá Umbru en til að tryggja nægt geymslupláss er nauðsynlegt að færa hýsinguna annað. Tilgangur afritunar er að eiga öryggisafrit af gögnum á Íslandi svo hægt sé að endurheimta þau ef til netútfalls kemur. Fyrirhugað er að afritun hjá Sensa hefjist 29.3.2023.

Gerður hefur verið vinnslusamningur milli Umbru og Sensa sem tryggir sömu vernd og kveðið er á um í vinnsluskilmálum Umbru. Þá hefur verið gert áhættumat á flutningnum og lagt hefur verið mat á hvort vinnslan hjá Sensa sé örugg og sé í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. 

Upplýsingar um vinnsluaðilann:

  • Sensa ehf.
  • Heimilisfang: Lyngháls 4, 110 Reykjavík
  • Sími / netfang: 425 1500 / hjalp@sensa.is

Í samræmi við 1. mgr. 6. gr. persónuverndarskilmála Umbru frá 21. desember 2020, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, hafa stofnanir 14 daga frá sendingu þessarar tilkynningar til að andmæla breytingu á notkun undirvinnsluaðila. Hafi andmæli ekki borist fyrir þann tíma er litið svo á að stofnun hafi samþykkt notkun á undirvinnsluaðilanum.

Athugasemdum, spurningum og andmælum má koma á framfæri í gegnum hjálparborð Umbru