Stream er þjónusta í Microsoft 365 svítunni sem hýsir myndbönd, þar sem notandi hefur getað hlaðið upp myndbandsefni, vistað upptökur funda úr Teams eða Live event og aðgangsstýrt niður á myndband, rás eða hóp. Stream (classic) tók við af eldri þjónustu sem hét einfaldlega “Videos” og hefur fram að þessu verið rekið í aðskildu umhverfi frá M365 svítunni.


Stream (classic) kerfið flytur nú inn í nýtt kerfi í M365 SharePoint Online umhverfinu, Stream (on Sharepoint). Helsta breytingin við þennan flutning er sú að Stream gögnin nota nú sama “Share” eiginleika og önnur gögn í Sharepoint Online og OneDrive. 


Liður í þessum breytingum er að við munum nú flytja eldri gögn notenda inn í nýja kerfið en allar nýjar upptökur hafa vistast í nýja kerfið síðan um mitt ár í fyrra. Microsoft hannaði sérstakt flutningstól fyrir þetta, sem tengir saman svæði notanda í gamla kerfinu við OneDrive notenda og svæði hópa og teyma í gamla kerfinu við Sharepoint svæði teymanna. Flutningurinn mun eiga sér stað í lok vikunnar og notendur verða ekki varir við hann nema að því leyti að gögnin birtast í OneDrive þeirra og nýja Stream viðmótinu.


Stream kerfið er aðgengilegt á slóðinni https://www.microsoft365.com/launch/stream?auth=2 eða í Apps gardínunni í Office í vafra.


Gamla kerfið er enn aðengilegt á slóðinni https://web.microsoftstream.com/ en sem fyrr segir er ekki hægt að hlaða þangað inn nýju efni og gamla kerfinu verður varanlega eytt í lok mars 2024. Því er mikilvægt að ef einhverjar spurningar vakna, um flutninginn eða gögnin, að þær berist tímanlega sem beiðni í hjálparborðið.


Svo minnum við á kennsluefni um Stream kerfið hjá Microsoft Learn:

https://learn.microsoft.com/en-us/stream/streamnew/portals-overview