Eins og komið hefur fram áður, þá byggir leyfasamningur ríkisins við Microsoft á E5 leyfakörfu sem inniheldur ýmsar lausnir sem ríkisaðilar í skýjageirum rikisins geta nýtt sér, sumar sýnilegar fyrir notendum og aðrar keyra á bakenda og er þá oftast um að ræða öryggis og kerfislausnir hverskonar.
Sýnilegar lausnir fyrir notendur
Rekstraraðilar skýjageira bera ábyrgð á því að virkja lausnir úr E5 leyfakörfunni og gera þær sýnilegar fyrir sínum notendum. Allir rekstraraðilar vinna eftir forskrift arkitektúrráðs þegar kemur að kerfisstillingum skýjageira sinna, en hafa frjálsari hendur með virkjun á sýnilegum lausnum til endanotenda.
Í skýjageirum Umbru (Judicial, Public Administration og Government) eru lausnir virkjaðar miðað við skilgreinda vegferð og hafa ríkisaðilar í rekstri aðgengi að þeim miðað við áfangaskipta vegferð (Grunnur, 1., 2. og 3. áfangi). Notendalausnir eru þó flestar innleiddar í grunninum.
Hér að neðan má finna einfalt yfirlit sem þó er ekkki tæmandi.
Lykillausnir í Microsoft 365
Undirstaðan í Microsoft 365 eru eftirfarandi:
- Microsoft SharePoint
- Microsoft Teams (m.a. Teams Telephony)
- Microsoft OneDrive
- Microsoft Office í skýinu (Word, Excel, PowerPoint, OneNote)
- Microsoft Office á tölvu (Word, Excel, PowerPoint, OneNote)
Notendalausnir í Microsoft 365 eru eftirfarandi:
- Bookings
- Delve
- Forms
- Insights
- Lists
- Loop
- Planner
- Power Apps
- Power Automate
- Power BI
- Power Pages
- Project
- Stream
- Sway
- To Do
- Visio
- Viva
- Whiteboard
Sumar af ofangreindum lausnum þurfa viðbótarleyfi ef óskað er eftir fullri virkni.
Öryggis og kerfislausnir í Microsoft eru eftirfarandi:
- Intune
- Defender
- Sentinel